Hlutdeild einstakra landshluta í tekjuöflun þjóðarinnar og skipting ríkisútgjalda milli höfuðborgar og landsbyggða eru meðal umdeildustu mála í íslenskri byggðaumræðu. Slík umræða endurspeglar ólík viðhorf til félagslegs réttlætis og ólíka hagsmuni íbúa mismunandi landssvæða. Þrátt fyrir harðvítugar deilur um mikla hagsmuni eru rannsóknir á dreifingu ríkisútgjalda eftir landsvæðum af skornum skammti. Í þessari rannsókn er sjónum beint að útgjöldum ríkisins í Norðausturkjördæmi á grundvelli fjárlaga ársins 2011 og viðbótarupplýsinga sem safnað var hjá einstökum stofnunum og ráðuneytum. Niðurstöður sýna að starfsemi ríkisins á Norðurlandi eystra er um 11% minni en mannfjöldi segir til um eða sem nemur rúmlega 74 þúsund krónum á hvern íbúa á á...